Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fæ ég til mín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Podcasting since 2023 • 75 episodes
Með lífið í lúkunum
Latest Episodes
62. Hvernig er hægt að ná árangri án þess að missa vitið og heilsuna? Krumma Jónsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Krummu Jónsdóttur sem starfar sem árangursráðgjafi um hæfni, færni, sjálfstæði, hamingju og hugrekki, hvað við þurfum til að dafna og hvernig við náum árangri án þess að missa vitið og heilsuna. Til að ná ...
September 19, 2024
•
Season 2
•
Episode 62
•
1:07:13
61. Það felst svo mikið frelsi í því að vera vel nærður. Lukka Pálsdóttir
Í þættinum ræða Lukka og Erla um breytingaskeiðið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsu, hormónaójafnvægi, alvarleika hreyfingaleysis, hvatberavirkni, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti að það er með lífi í lúkunum og margt fleira. ...
September 12, 2024
•
Season 2
•
Episode 61
•
1:12:55
60. Heilbrigt samband við mat. Heiðdís Snorradóttir
í þættinum ræðir Erla við Heiðdísi Snorradóttur næringarfræðing um hvað það er að eiga í heilbrigðu sambandi við mat, matarvenjur, ADHD og mataræði, næringarþéttni matvæla, næringarlæsi, áhrif þarmaflórunnar á almenna heilsu og margt fleira.&nb...
September 05, 2024
•
Season 2
•
Episode 60
•
1:22:53