Með lífið í lúkunum

Frábær febrúar, 28 daga heilsuáskorun HeilsuErlu. (Heilsumoli 37)

HeilsuErla Season 3

Hefur þig lengi langað til þess að gera einhverjar breytingar á heilsuhegðun þinni en það gerist einfaldlega bara ekki eða þú kemur þér ekki í að fara af stað? 

Stundum þurfum við einfaldlega smá spark í rassinn til þess að komast af stað og þá verður allt auðveldara í kjölfarið.

Ein af uppáhalds tilvitnunum mínum er ACTION OFTEN COMES BEFORE MOTIVATION en þýðir að stundum þurfum við einfaldlega að bara byrja, taka ábyrgð og gera eitthvað í málunum og síðan kemur hvatningin. Ekki bíða eftir að hvatningin hellist yfir þig því mögulega gerist það aldrei.

Í febrúar ætla ég að bjóða þér í 28 daga Heilsuáskorun. Þú setur þér EITT stórt markmið sem þú ætlar að gera daglega allan febrúar mánuð. Þetta getur verið að taka út slæman ávana sem er ekki að gagnast þér lengur og hefur neikvæð áhrif á heilsuna eða að bæta inn nýrri góðri venju.

Hugmyndir eru t.d. að bæta inn daglegri hreyfingu, bæta inn grænmeti í öll mál, sleppa áfengi, sleppa viðbættum sykri, skrifa í þakklætisdagbók, taka D vítamín, nota tannþráð, sofa í 8 klst og svo framvegis. 


Hvernig virkar áskorunin?

  1. Þú sækir blaðið FRÁBÆR FEBRÚAR og prentar það út (Efstu tvö blöðin eru eins nema annað er með fallegri bakgrunn, þriðja blaðið er svo dæmi um hvernig fylla skal út). 
  2. Þú velur þér svo eitthvað EITT sem þig hefur lengi langað til að gera og mun hafa jákvæð áhrif á heilsuna þína.
  3. Þú merkir svo inn daglega (gerir X við hvern dag mánaðarins). 
  4. Þar að auki getur þú sett inn allt að 8 aðrar venjur sem þig langar að gera sem allra oftast í febrúar og hakað við þær þá daga sem þú gerir þær.
  5. Eftir 28 daga verður þetta stóra markmiðið eða heilsuvenja vonandi orðinn mikilvægur hluti af þínu lífi og þú tekur þá ákvörðun um það hvort að þú haldir henni áfram eða ekki.
  6. Sama hvernig gengur, ekki gefast upp! Þó það komi einn og einn erfiður dagur, hoppaðu bara strax aftur á heilsuvagninn þinn og haltu áfram. 
  7. Það væri gaman að heyra hvernig gengur. Sendu mér skilaboð á Instagram eða ef þú deilir einhverju í story þá má endilega tagga @heilsuerla
  8. GÓÐA SKEMMTUN! 


Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!