Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
2026 Himnastigar- Sjáumst á nýársdag (Heilsumoli 33)
Sjáumst í Himnastiganum í Kópavogi á nýársdag.
Síðustu þrjú ár (á nýársdag) hef ég haldið viðburð í Himnastiganum sem er nú orðinn ómissandi hefð fyrir marga. Í þessum örstutta Heilsumola segi ég frá því hvernig þetta byrjaði allt á 365 Himnastigum árið 2023, sem urðu svo 1000 Himnastigar árið 2024 og loks 2025 Himnastigar árið 2025.
Á nýársdag 1.janúar 2026 ætlum við að endurtaka leikinn hafa gaman saman og vekja athygli á mikilvægi daglegrar hreyfingar.
Öll eru velkomin og við ætlum að reyna að ná samtals 2026 ferðum í Himnastiganum þennan dag! Munið að margt smátt gerir eitt stórt.
Hægt verður að mæta hvenær sem er yfir daginn, frá nýársdagsmorgni til miðnættis á nýársdag. Það má ganga, hlaupa eða skríða.
Þeir sem mæta geta svo sett inn mynd af sér og sínum í Facebook viðburðinn og þar verður einnig hlekkur til þess að skrá fjölda ferða. Ef þið setjið í story á Instagram má endilega tagga HeilsuErlu
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!