
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
96. Við erum bara mannleg. (Heildræn heilsa, þakklæti, taugakerfið, vöðvauppbygging og frelsi). Arnaldur Birgir Konráðsson
Í þættinum ræðir Erla við Arnald Birgi Konráðsson sem er þjálfari og heilsuáhrifavaldur með yfir 20 ára reynslu. Hann hefur þjálfað bæði almenning og afreksfólk og er þekktur undir ýmsum nöfnum, m.a. Coach Birgir, Birgir Þjálfun og Biggi Bootcamp.
Þau ræða um heildræna heilsu, þakklæti, taugakerfið, vöðvauppbyggingu á gamals aldri, hreyfingu, svefn, næringu, muninn á Íslendingum og Dönum og margt fleira í afar skemmtilegu og gefandi viðtali.
Áhugasamir geta fundið Coach Birgi á Instagram
Þátturinn er unninn í samstarfi við:
💙 Nutrilenk - Lykillinn að góðri liðheilsu
🌱 Spíruna - Ert þú búin að smakka Sumarsalati HeilsuErlu?
🐘 Virkja - Bókaðu frítt 20 mín kynningarviðtal
💗 Þín fegurð - 2.hæð í Firðinum í hjarta Hafnarfjarðar
💦 Ungbarnasund Erlu - Töfrandi samverustundir!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!