Með lífið í lúkunum

94. Aldrei gefast upp. (Seigla, þolinmæði og óbilandi viljastyrkur 15 ára drengs). Magnús Máni Magnússon

HeilsuErla Season 3 Episode 94

Í þættinum ræðir Erla við Magnús Mána Magnússon sem er aðeins 15 ára en hefur þegar sýnt meiri seiglu, þolinmæði og viljastyrk en margir upplifa á langri ævi.

Sumarið 2023 breyttist líf Magnúsar á örfáum dögum. Eftir stutt veikindi missti hann mátt og alla skynjun frá bringu og niður. Bakteríusýking hafði náð alla leið inn í mænuna og olli alvarlegri bólgu sem lamaði hann.

Síðastliðin 2 ár hefur hann staðið í gríðarlega krefjandi endurhæfingu með óbilandi markmið, að ná sér að fullu. Hann hefur aldrei gefist upp á því markmiði!

Til þess að ná þessum árangri hefur Magnús þurft að leita sér aðstoðar erlendis, þar sem nýjustu tæknilausnir, hvatning og stuðningur eru til staðar þar sem að sumt því miður er ekki í boði hér heima.

Í viðtalinu segir hann okkur frá því hvernig það var að lenda í svona óvæntri lífsbreytingu, endurhæfingunni, stuðningi vina og fjölskyldu og draumunum um framtíðina. Þetta er saga um styrk, trú og það að aldrei gefast upp.

Slík endurhæfing er afar kostnarðarsöm og ef þú vilt leggja þitt af mörkum, þá er kjörið tækifæri fram undan því það styttist í Reykjavíkur maraþon sem er þann 23. ágúst. 

Hvert skref, hver króna og hver hlý hugsun hjálpar honum að ná draumnum sínum: að ganga óstuddur og komast aftur í sitt gamla líf.

Þú finnur allar upplýsingar um hvernig þú getur styrkt hann hér og í Facebook hóp.

Við skulum sameinast í að hjálpa Magnúsi að komast alla leið.


Hlaðvarpið er í samstarfi við:

💙 GeoSilica - 15% afsláttur með kóðanum Heilsuerla

🌱 Spíruna - Ekki missa af Sumarsalati HeilsuErlu 

🐘 Virkja - Bókaðu frítt 20 mín kynningarviðtal

💗 Þín fegurð - 2.hæð í Firðinum í hjarta Hafnarfjarðar

💦 Ungbarnasund Erlu - Töfrandi samverustundir!

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!