Með lífið í lúkunum

90. Hvað er fjórða vaktin? (Foreldrakulnun, hindranir í kerfinu og úrræði). Lóa Farestveit Ólafsdóttir og Sara Rós Kristinsdóttir

HeilsuErla Season 2 Episode 90

Í þætti vikunnar komu til Erlu í afar áhugavert spjall þær Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir til að ræða um fjórðu vaktina, foreldrakulnun, hindranir í kerfinu, podcastið 4.vaktina og margt fleira.

En hvað er fjórða vaktin? Þriðja vaktin hefur fengið töluverða umræðu síðustu ár og er þar verið að vitna í það huglæga sem fólk þarf að sinna umfram daglega vinnu.

Fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna er töluvert meira álag og vinna en á aðra foreldra og því er oft talað um það sem fjórðu vaktina.

Þessi vakt eru ólík og misþung hjá hverri fjölskyldu en oft á tíðum eru nokkrir samnefnarar sem eru þyngri hjá þessum foreldrahópar. Þessir samnefnarar eru sem dæmi:

  • Fleiri læknatímar og oft flókin lyfjamál.
  • Flókið kerfi til að sigla í gegnum til að fá viðeigandi þjónustu fyrir sitt barn.
  • Mikil upplýsingaleit og samtöl við ýmsa fagaðila til að finna þjónustu við hæfi.
  • Fjöldi funda með fagaðilum, skólum og öðrum sérfræðingum.
  • Meira skipulag til að mæta þörfum barnsins vel.

Mikið af auka ferðum til að sinna þörfum barnsins, t.d. oft sem það þarf að keyra lengur til að sinna tómstundum hjá fötluðu barni.

Ofan á þetta þá þarf að senda inn ógrynni af umsóknum og rökstuðningi til að tryggja að barnið fái sem bestu þjónustu. Það fylgir mikið af huglægum þáttum sem þarf að sinna þegar umönnunarþörfin er flóknari en gengur og gerist hjá öðrum foreldrum. Oft fylgir meira skipulag, undirbúningur og tími til að fara á viðburði og fyrir uppbrotsdaga í skólum.

Sara Rós á tvo stráka með einhverfugreiningu. Sara fékk sjálf einhverfu- og ADHD greiningu sem fullorðin kona. Hún er menntaður félagsliði, auk þess að hafa lagt stund á NLP markþjálfun, markþjálfun, ráðgjafanám og barna jóga kennaranám og farið á ýmis námskeið. Sara Rós er einnig stofn­andi fræðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Lífs­stefnu.

Lóa er sérkennari að mennt og hefur starfað í skólakerfinu frá árinu 2015. Hún hefur sótt ýmis námskeið, ráðstefnur og fræðslu í tengslum við ólíkar þarfir barna og hvernig er best að mæta þeim þörfum. Lóa er á fjórðu vaktinni vegna þess að eitt af hennar börnum er með fötlunargreiningar. Það hafa fylgt margar áskoranir og hindranir frá kerfinu/kerfunum í gegnum árin við það að ala upp fatlað barn.

Áhugasamir geta fylgt 4.vaktinni á Instagram

ATH. Hér er svo linkur á undirskriftalistann sem þær segja frá seinni hluta þáttarins og hér er linkur á FB hópinn Skólamálin okkar. 



Þátturinn er í boði: 

Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú á matseðli Spírunnar. Góð næring fyrir líkama og sál!  

Virkja. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri. Bókaðu frítt 20 mínútna kynningarfund um nám í markþjálfun á virkja.is.  

GeoSilica® er nýjasti samstarfsaðili hlaðvarpsins. GeoSilica® framleiðir 100% náttúruleg fæðubótarefni úr kísil í vökvaformi til daglegrar inntöku. Þú færð 15% afslátt í vefverslun GeoSilica með kóðanum: Heilsuerla

Ungbarnasund Erlu. Næstu námskeið eru 3 vikna sumarnámskeið 8.-24.júlí, kennt tvisvar í viku fyrripart dags á þri og fim og svo hefst 6 vikna haustnámskeið 26.ágúst, kennt seinnipart á þriðjudögum.




Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!