Með lífið í lúkunum

86. Meðvirkni og heilsa. Valdimar Þór Svavarsson

HeilsuErla Season 2 Episode 86

Í þætti vikunnar ræðir Erla við Valdimar Þór Svavarsson um meðvirkni og þau áhrif hún getur haft á líf okkar og heilsu. Meðvirknin er lævíst og lamandi fyrirbæri sem snertir fleiri en flesta grunar.

Þau ræða um hvað meðvirkni er, hvernig hún þróast og hvernig hún getur birst í lífi okkar en einnig um heilsumissi Valdimars eftir að hann var bitinn af skógarmítli, ytra og innra virði, hvatvísi, ADHD, hugleiðslu, áhrif meðvirkni á líkamlega og andlega heilsu, hlutverk hreyfingar, meðvirkni módel Piu Mellody og fleira. 

Valdimar hefur um margra ára skeið starfað við ráðgjöf og meðferðarvinnu sem stuðlar að bættri andlegri, sálrænni og líkamlegri líðan. 

Valdimar er með sérfræðimenntun og yfirgripsmikla þekkingu á meðvirknihugtakinu og síðastliðið haust fóru hann og Berglind kona hans af stað með Meðvirknipodcastið sem ég mæli mikið með að hlusta á!

Í Meðvirknipodcastinu er ljósi varpað á skuggana og ekkert dregið undan í umfjöllun um þær ótrúlega alvarlegu birtingamyndir og afleiðingar sem meðvirknin hefur í lífinu okkar.


Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:
Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er væntanlegt á matseðil Spírunnar í kringum Sumardaginn fyrsta. 

Heilsuhillan. Vandaðar vörur til bættrar heilsu og vellíðunar. Heilsuvara apríl er Probi Original mjólkursýrugerlar sem eru afar mikilvægir fyrir þarmaflóruna sem spilar lykilhlutverk í lífi okkar og heilsu.

Virkja. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri. Bókaðu 20 mínútna kynningarfund um nám í markþjálfun þér að kostnaðarlausu.  

Ungbarnasund Erlu. Næstu námskeið, 6 vikna námskeið 22.apríl-27.maí og 3 vikna sumarnámskeið 8.-24.júlí. 







Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!