
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
85. Það er svo gaman að vera sterkur! Eygló Fanndal Sturludóttir
Í þættinum ræðir Erla við Eygló Fanndal Sturludóttur, unga og efnilega íþróttakonu og læknisfræðinema um hvað þarf til þess að ná góðum árangri, þyngdarflokka, jafnvægi, heilbrigðan lífsstíl, imposter syndrome og hvernig það er að vera afreksíþróttakona á Íslandi og fleira.
Eygló er afrekskona í Ólympískum lyftingum sem hefur verið á þvílíkri „siglingu" undanfarið. Hún fékk nýverið tilnefningu til lyftingakonu Evrópu og það er ekki að undra því að þyngdirnar sem hún lyftir eru ekkert grín. Hún snarar t.d. 109 kg, tekur 137kg í Clean&Jerk og 180kg í bakhnébeygju.
Samhliða stífum æfingum er Eygló á fjórða ári í læknisfræði og segir að það gangi bara ótrúlega vel að sinna þessu öllu með góðu skipulagi.
Eygló er afar samviskusöm og segist hafa náð þessum góða árangri með aga, þolinmæði og vinnusemi. Hún hefur t.d. ekki misst úr eina æfingu á undanförnum árum og hugtakið „consistency is key" á svo sannarlega við hér.
Eygló var grátlega nálægt því að komast á síðustu Ólympíuleika en hún var aðeins 2 sætum frá og stefnir nú ótrauð á Ólympíuleikana í Los Angeles 2028.
Áhugasamir geta fylgst með Eygló á Instagram
Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins eru:
@spiran.is Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
@heilsuhillan Vandaðar vörur til bættrar heilsu og vellíðunar.
@virkja Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!