Með lífið í lúkunum

Hundraðasti þátturinn! (Heilsumoli 17)

HeilsuErla Season 2

Heil og sæl kæru hlustendur, í tilefni þess að þessi þáttur er sá hundraðasti sem ég gef út þá langar mig að koma með smá samantekt af því hvað ég hef lært á þessu ferli og smá vangaveltur um heilsu. 

Ég hef sem sagt gefið út 83 viðtöl og þetta er 17. Heilsumolinn sem gerir samtals 100 þætti, hvorki meira né minna.

Það sem ég upplifi þegar ég tek þetta saman er Stolt og þakklæti.  Ég er virkilega stolt af sjálfri mér að hafa dembt mér út í þetta verkefni haustið 2023 án þess að ofhugsa heldur bara sjá hvert það myndi leiða mig. Mig óraði þó ekki fyrir því að einu og hálfu ári síðar yrði ég búin að gefa út 100 þætti og fá ótal frábæra gesti til mín í spjall. Ég upplifi einnig gríðarlegt þakklæti fyrir ykkur öll! Bæði viðmælendur, hlustendur og samstarfsaðila hlaðvarpsins. Takk fyrir að hjálpa mér að gera þessa hugmynd að veruleika.  

En hvað hef ég nú lært á þessu heilsuferðalagi og hvað stendur upp úr? Ég fer yfir það í þessum þætti. <3

Það sem ég tel að þurfi til þess að ,,þrífast" og til að upplifa vellíðan og jafnvægi í lífinu er að: 

  1. Hafa tilgang.
  2. Tilheyra. (Félgslega heilsan) 
  3. Næra okkur vel, hvort sem það er líkamlega, andlega og félgslega.
  4. Minnka streitu. Hvíld er ekki veikleiki!
  5. Tengjast náttúrunni meira! Minnkum kyrrsetu. 
  6. Tileinka okkur gróskuhugarfar/vaxtarhugarar. Sjá tækifæri í öllu en ekki hindranir. 
  7. Losa okkur við allt eða ekkert hugsunarhátt. 
  8. Vera þakklát!


Á þessu dásamlega ferðalagi sem hlaðvarpið er finnst mér ég hafa vaxið um mörg númer andlega og er núna orðin uppfærð útgáfa af mér en slík uppfærsla er reyndar ekki ókeypis, við þurfum að hafa fyrir henni með innri sjálfsvinnu og aukinni sjálfsþekkingu

Það fer eftir því á hvaða stað við erum í lífinu hvað við ,,heyrum” þannig að ég hvet þig til þess að hlusta á eldri þætti aftur því að ég get lofað þér að þú tekur eitthvað öðruvísi eftir í annað sinn. 

Hlustaðu á þáttinn hér eða á Spotify eða Apple Podcasts.


Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!