
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
84. Alkóhólismi og heilsa. (Fíknisjúkdómar, afneitun, að taka ábyrgð, þakklæti, að sleppa fortíðinni og hætta að óttast framtíðina.) Kristján B.
Í þættinum ræðir Erla við Kristján um alkóhólisma, fíknisjúkdóma, afneitun, að taka ábyrgð, þakklæti, erfiðar tilfinningar, hvað það er mikilvægt að sleppa fortíðinni og hætta að óttast framtíðina og nýtt upphaf.
Ég bauð honum til mín eftir að hafa lesið falleg skrif hans á FaceBook í byrjun árs. Hann sagði þá frá því að eftir 17 ár edrú hafi sjúkdómurinn náð að komast inn fyrir varnir hans því hann hafði ekki sinnt viðhaldi á batanum.
Kristján segir að við hafi tekið 2 ár af ógeði sem hann lagði á fjölskyldu og vini. En þann 23. Ágúst síðastliðinn rataði hann aftur inn í AA samtökin og er búinn að vera edrú síðan, einn dag í einu.
Í dag nýtir hann þessa lífsreynslu til að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum!
Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins eru:
Nettó. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhillan. Nutrilenk er mest selda liðbætiefnið á Íslandi!
Virkja Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.
P.S. Ég læt fylgja með pistilinn sem Kristján setti á FB um áramótin:
Jæja, síðasti dagur ársins 2024. Á morgun er nýtt ár, nýtt upphaf, ný tækifæri. Það er óhætt að segja að fyrir mig hafi 2024 verið ár breytinga og nýrra upplifana. Sumar slæmar, aðrar góðar. Eins og lífið er. Búinn að læra helling.
Hér eru 10 atriði sem ég er búinn að læra meðal annars:
1. Ég þarf að vera tilbúinn að taka höfuð út úr óæðri endanum, hlusta, heyra og sjá. Vera opinn fyrir nýjum hugmyndum, sjónarmiðum annarra, sjá brestina mína og hvaða áhrif þeir hafa á allt mitt líf og fólksins í kringum mig.
2. Ég þarf að taka ábyrgð. Vera tilbúinn að viðurkenna og gangast við því hvernig ég er og breyta því sem ég get breytt og þarf að breyta. Á sama tíma sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.
3. Ekki vera í afneitun og hroka og neita að horfast í augu við erfiðan sannleika. Afneitun og hroki eru varnarviðbrögð sem ég þarf ekki lengur. Ég get tekist á við mig, gengist við brestunum og breytt þeim.
4. Ég hef ekkert að óttast. Það verður alltaf allt í lagi. Eins og stóð uppá vegg á tattoo stofunni: "Everything will be OK in the end. If it's not OK, it's not the end".
5. Erfiðar tilfinningar og erfið reynsla mótar mig, þroskar mig, skapar mig. Lætur mig fyllast þakklæti yfir því góða. Ef það væri aldrei rigning þá kynni ég ekki að meta sólskinið. En málið er að ég þroskast bara ef ég leyfi þessu að vera til staðar en hleyp ekki frá því og deyfi mig eða ver mig með hroka, gremju, afneitun og einangrun.
6. Ég verð að sleppa fortíðinni og hætta að óttast framtíðina. Ég get ekki haldið í gremju, pirring, ótta og skömm. Það sem gerðist, gerðist. Ég get ekki breytt því núna. Ég get bara breytt því hvað ég geri með allt sem er liðið, lært af því og breytt mínum viðbrögðum héðan í frá. Ef ég ætla að halda í einhverja reiði eða skömm þá er ekki pláss fyrir umburðarlyndi, traust og kærleika. Eitt skemmt bláber í fötunni smitar útfrá sér og á endanum er öll fatan skemmd. Svo ég vitni í legendary söngleik: "Let it go".
7. Ég get þetta ekki einn svo ég er hættur að reyna það. Ég þarf á ykkur að halda. Ég þarf að treysta. Stuðningur fjölskyldu og ástvina er ómetanlegur og ég er sjúklega þakklátur.
8. Ég þarf að iðka þakklæti. Það eru hinar sönnu gjafir. Ég hef allt sem ég þarf og vel rúmlega það. "Happiness is not about getting what you want but wanting what you have".
9. Ég þarf að vera duglegur og framkvæma. E
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!