Með lífið í lúkunum

82. „Skipulag í óreiðunni". Félagskvíði, átröskun, ófrjósemi, frestunarárátta, þakklæti og heilbrigðar venjur. Katrín Edda Þorsteinsdóttir

HeilsuErla Season 2 Episode 82

Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur, tveggja barna móður og vélaverkfræðing um lífið og tilveruna, ófrjósemi, foreldrahlutverkið, heilbrigðar venjur, andlega heilsu, félagskvíða, átröskun, heilbrigt samband við mat, þakklæti, frestunaráráttu, ADHD, ofbeldissamband, samfélagsmiðla og fleira. 

Katrín Edda sem búsett er í Þýskalandi hefur vakið mikla athygli á Instagram þar sem hún tjáir sig filterslaust og af mikilli einlægni með heilbrigðri nálgun um daglegt líf sitt og fjölskyldunnar

Hún segist hafa verið vægast sagt trylltur unglingur sem hugsaði ekkert út í afleiðingar gjörða sinna og hefur á síðan gengið í gegnum erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana mikið. Í viðtalinu segir hún frá því að árið 2019 varð ákveðinn vendipunktur í lífi hennar og nú lifir hún lífinu til fulls.

Áhugasamir geta fylgt Katrínu Eddu á Instagram


Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins eru:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!

Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.

Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvara febrúar er Digest Gold meltingarensím.

Virkja- virkja.is. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.





Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!