
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
80. Heilsueflandi vinnustaðir og fyrirbyggjandi læknisfræði. Hilda Hrönn Guðmundsdóttir
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Hildu Hrönn Guðmundsóttur sérnámslæknir í heimilislækningum um heilsueflandi vinnustaði, vellíðan, hamingju, viðhorf, menningu, kulnun, uppbyggingarleyfi, tækifæri á Íslandi og fleira.
Hilda Hrönn starfar á Heilsugæslunni á Akureyri og brennur fyrir fyrirbyggjandi læknisfræði og lýðheilsu og hefur sérstakan áhuga á heilsu lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt.
Hún segir meðal annars frá því hvernig hugmynd hennar að rannsóknar- og gæðaverkefni í sérnámi hennar kviknaði, en hugmyndin er að innleiða heilsueflandi vinnustað á heilsugæslunni á Akureyri með það markmið að reyna að draga úr kulnun starfsfólks, auka hamingju og vellíðan á vinnustaðnum.
Hilda Hrönn hvetur alla til þess að taka þátt í þessar heilueflandi vegferð, því saman getum við breytt menningu og viðhorfinu í heilbrigðiskerfinu og byggt upp heilsusamlegra umhverfi fyrir okkur öll.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is.
Virkja-markþjálfunarskóla - virkja.is
P.s. Um leið hvet ég alla sem hlusta að kynna sér Lífshlaupið sem hefst 5.febrúar!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!