Með lífið í lúkunum

80. Heilsueflandi vinnustaðir og fyrirbyggjandi læknisfræði. Hilda Hrönn Guðmundsdóttir

Season 2 Episode 80

Í þætti vikunnar ræðir Erla við Hildu Hrönn Guðmundsóttur sérnámslæknir í heimilislækningum um heilsueflandi vinnustaði, vellíðan, hamingju, viðhorf, menningu, kulnun, uppbyggingarleyfi, tækifæri á Íslandi og fleira. 
 
Hilda Hrönn starfar á Heilsugæslunni á Akureyri og brennur fyrir fyrirbyggjandi læknisfræði og lýðheilsu og hefur sérstakan áhuga á heilsu lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt.  

Hún segir meðal annars frá því hvernig hugmynd hennar að rannsóknar- og gæðaverkefni í sérnámi hennar kviknaði, en hugmyndin er að innleiða heilsueflandi vinnustað á heilsugæslunni á Akureyri með það markmið að reyna að draga úr kulnun starfsfólks, auka hamingju og vellíðan á vinnustaðnum.

Hilda Hrönn hvetur alla til þess að taka þátt í þessar heilueflandi vegferð, því saman getum við breytt menningu og viðhorfinu í heilbrigðiskerfinu og byggt upp heilsusamlegra umhverfi fyrir okkur öll.

Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is.
Virkja-markþjálfunarskóla - virkja.is 


P.s. Um leið hvet ég alla sem hlusta að kynna sér Lífshlaupið sem hefst 5.febrúar! 

Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!