Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
77. „Standið í lappirnar!" Heilsa og velferð barna og ungmenna. Þorgrímur Þráinsson
Í þættinum ræðir Erla við Þorgrím Þráinsson rithöfund, fyrirlesara og talsmann heilsu, mannúðar og réttlætis um heilsu, kvíðakynslóðina, skólakerfið, skjánotkun, samfélagsmiðla, tengslamyndun og fleira.
Þorgrímur þorir að segja það sem margir hugsa. Hann brennur fyrir það að bæta líðan ungmenna i landinu og hefur um áraraðir haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins til þess að aðstoða ungmenni við að verða ástangin af lífinu.
Þorgrímur hefur á síðustu áratugum verið ,,maðurinn á bakvið tjöldin” í mörgum verkefnum sem snúa að bættri heilsu landsmanna.
Þorgrímur segir frá Bókinni The Anxious Generation og bendir á að í bókinni séu lausnir á vandanum sem stafar að geðheilsu ungmenna um þessar mundir. Ef við tökum höndum saman, stöndum í lappirnar, hugsum um velferð þjóðarinnar og setjum heilsu barna og ungmenna í forgang þá getum við snúið þessari þróun við. Það þarf þó sterka leiðtoga og stjórnendur og foreldrar þurfa að ,,vakna" og taka ábyrgð.
Viðtalið var tekið upp í Podcast stöðinni og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvara janúar er Nutrilenk Gold.
Virkja- virkja.is. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!