
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
79. Í alvöru talað! Streita, kulnun, áföll og sjálfsvinna. Gulla og Lydía Ósk
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum, spjallar Erla við stórskemmtilegu vinkonurnar, Gullu og Lydíu Ósk sem halda úti hlaðvarpinu Í alvöru talað!
Í þættinum ræða þær meðal annars um áföll, erfiða æsku, kulnun, streitu, veikindaleyfi, skömm, nauðsynlegar samfélagslegar breytingar og sjálfsvinnu.
Þær stöllur eru að eigin sögn miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós. Einkunnarorð þeirra: Við sameinumst í mennskunni með dass af fíflagangi, lýsa vel spjalli okkar og þeirra eigin hlaðvarpi en markmið þeirra er að gera gagn í samfélaginu, tala um allar hliðar manneskjunnar og samfélagsins, bæði um það sem er erfitt og það sem er auðvelt.
Búið ykkur undir líflegt og skemmtilegt spjall með hlátrasköllum í bland við einlægar frásagnir og lífsreynslur.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvara janúar er Nutrilenk.
Virkja-markþjálfunarskóla - virkja.is
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!