
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
81. Náttúran kallar. Að gista í hellum, sofa undir berum himni, elda mat á hverum og baða sig á leyndum baðstöðum. Úlfar Jón Andrésson
Í þessu áhugaverða spjalli kynnumst við Úlfari Jóni Andréssyni sem fer ekki hefðbundnar leiðir í lífinu. Hann er fæddur og uppalinn í Hveragerði og býr þar ásamt eiginkonu sinni og tveimur litlum börnum. Við ræðum um uppeldið og lífsstíl hans sem felst mikið í útivist, t.d. að gista í hellum, sofa undir berum himni og jafnvel í snjóstormi, elda mat á hverum, skauta á gígjum og baða sig á leyndum baðstöðum.
Úlfar og kona hans hafa börnin sín með í flestum ævintýrum sínum og draumurinn er að eignast 10 börn. Þau gista oft uppi á heiði í húsbíl og hann fer stundum með þau í morgunævintýri og þau baða sig í náttúrulaugum fyrir leikskóla og vinnu. Þau fara einnig saman í útilegur, á brimbretti og hjólaferðir.
Úlfar er hluti af litlu fjölskyldufyrirtæki, Iceland Activities sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu og hópferðum. Iceland Activities hefur sérstöðu á margan hátt þegar kemur að náttúru og útivist vegna gríðarmikillar þekkingar sem hefur skapast á ferðum fjölskyldunnar síðustu 35 ár. En foreldrar Úlfars tóku hann og systur hans með í öll ævintýra strax frá unga aldri.
Þau eru eitt af fáum fyrirtækjum með það markmið að sinna fólki á öllum aldri. Þar sem þau aðlaga hverja ferð að getu, áhuga og aldri þeirra sem ferðast með þeim. Hægt er að fara í alls konar ferðir og til dæmis er hægt að fara á alveg óþekkta staði eins og hella eða leynda baðstaði. Um er að ræða gönguferðir, útsýnisferðir, hellaferðir, jeppaferðir, rafmagnsfjallahjólaferðir, norðurljósaferðir, hópefli, brimbrettaferðir og aðrar sérsniðnar ferðir.
Fylgist með ævintýrum Úlfars á Instagram
Viðtalið var tekið upp í Podcast stöðinni og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvara febrúar er Digest Gold meltingarensím.
Virkja- virkja.is. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!