Með lífið í lúkunum

81. Náttúran kallar. Að gista í hellum, sofa undir berum himni, elda mat á hverum og baða sig á leyndum baðstöðum. Úlfar Jón Andrésson

HeilsuErla Season 2 Episode 81

Í þessu áhugaverða spjalli kynnumst við Úlfari Jóni Andréssyni sem fer ekki hefðbundnar leiðir í lífinu. Hann er fæddur og uppalinn í Hveragerði og býr þar ásamt eiginkonu sinni og tveimur litlum börnum. Við ræðum um uppeldið og lífsstíl hans sem felst mikið í útivist, t.d. að gista í hellum, sofa undir berum himni og jafnvel í snjóstormi, elda mat á hverum, skauta á gígjum og baða sig á leyndum baðstöðum. 

Úlfar og kona hans hafa börnin sín með í flestum ævintýrum sínum og draumurinn er að eignast 10 börn. Þau gista oft uppi á heiði í húsbíl og hann fer stundum með þau í morgunævintýri og þau baða sig í náttúrulaugum fyrir leikskóla og vinnu. Þau fara einnig saman í útilegur, á brimbretti og hjólaferðir. 

Úlfar er hluti af litlu fjölskyldufyrirtæki, Iceland Activities sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu og hópferðum. Iceland Activities hefur sérstöðu á margan hátt þegar kemur að náttúru og útivist vegna gríðarmikillar þekkingar sem hefur skapast á ferðum fjölskyldunnar síðustu 35 ár. En foreldrar Úlfars tóku hann og systur hans með í öll ævintýra strax frá unga aldri. 

Þau eru eitt af fáum fyrirtækjum með það markmið að sinna fólki á öllum aldri. Þar sem þau aðlaga hverja ferð að getu, áhuga og aldri þeirra sem ferðast með þeim. Hægt er að fara í alls konar ferðir og til dæmis er hægt að fara á alveg óþekkta staði eins og hella eða leynda baðstaði.  Um er að ræða gönguferðir, útsýnisferðir, hellaferðir, jeppaferðir, rafmagnsfjallahjólaferðir, norðurljósaferðir, hópefli, brimbrettaferðir og aðrar sérsniðnar ferðir. 

Fylgist með ævintýrum Úlfars á Instagram


Viðtalið var tekið upp í Podcast stöðinni og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvara febrúar er Digest Gold meltingarensím.
Virkja- virkja.is. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.



Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!