Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
75. Liðleiki, hreyfigeta og lífsgæði. Lilja Sigurgeirsdóttir.
Í þættinum ræðir Erla við Lilju Sigurgeirsdóttur um liðleika, hreyfigetu, lífsgæði, styrk, andlega og líkamlega heilsu, ADHD, að setja sér mörk og margt fleira.
Lilja sem er oft kölluð Liðleika Lilja er með alls konar námskeið. Hún þjálfar bæði börn og fullorðna, almenning og íþróttafólk og hjálpar einstaklingum að ná árangri og bæta heilsu sína með aukinni hreyfigetu og styrk. Í lok þáttarins kemur Lilja með góð ráð fyrir íþróttafólk.
Þetta er einlægt viðtal, stútfullt af fróðleik og á erindi til allra.
Finna má Lilju á Instagram
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur janúar er Nutrilenk .
Virkja-markþjálfunarskóli virkja.is
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!