Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
74. Ungur nemur gamall temur. Íþróttakennari í yfir 40 ár. Logi Ólafsson
Í þættinum ræðir Erla við Loga Ólafsson, íþróttakennara, húmorista og knattspyrnuþjálfara um starfsferil Loga sem er langur og viðburðaríkur. Þau ræða um hvað heilsa er mikilvæg, breytingar á 40 árum í íþróttakennslu, knattspyrnuþjálfun, áhugamál, starfslok og fleira.
Logi er mörgum kunnugur sem knattspyrnuþjálfari og lýsandi í sjónvarpi. Hann hefur þjálfað mörg knattspyrnulið í gegnum tíðina og bæði karla- og kvenna landslið Íslands í knattspyrnu.
En það sem ekki allir vita er að Logi hefur kennt íþróttir í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðan árið 1988 og er Erlu mikil fyrirmynd. Hann er einstaklega flinkur í samskiptum, ber virðingu fyrir nemendum og samstarfsfólki og leggur sig fram við að kenna nemendum að hreyfa sig heilsunnar vegna.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur janúar er Nutrilenk .
Virkja-markþjálfunarskóli virkja.is
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!