Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
76. Styrkur er valdeflandi. Anníe Mist Þórisdóttir
Í fyrsta þætti ársins ræðir Erla við Anníe Mist Þórisdóttur sem er flestum Íslendingum kunnug og reyndar víðs vegar um heiminn líka og er með 1,4 milljón fylgendur á Instagram. Hún er alveg mögnuð íþróttakona sem hefur verið á hæsta leveli í Crossfit síðan árið 2009.
Við ræddum um móðurhlutverkið, atvinnumennsku, CrossFit íþróttina og muninn á því að keppa sem einstaklingur eða með liði og hvað það hefur kennt henni. Við förum yfir mjög sorglegan atburð sem átti sér stað á Heimsleikunum 2024 þegar keppandi, Lazar Dukic drukknaði í sundi og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi til þess að tryggja öryggi keppenda.
Við ræddum einnig um æfingar á mismunandi lífsskeiði kvenna, tengt tíðarhring eða meðgöngu og sérstaklega æfingar og lífsstíl á breytingarskeiði kvenna. Annie segir frá Empower, æfingaprógrammi sem hún hannaði ásamt öðrum og skemmtilega sögu á bakvið það hvernig það kom til að hún fékk áhuga á þjálfun kvenna á besta aldri.
Annie Mist er mikil fjölskyldukona og það skín í gegn í viðtalinu að hún elskar að verja tíma með fjölskyldu sinni. Það er sjaldan longmolla hjá Annie en hún er einnig að skrifa bók auk þess að vera að koma sér af stað í æfingum eftir að hafa eignast sitt annað barn.
Viðtalið var tekið upp í Podcast stöðinni og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvara janúar er Nutrilenk Gold.
Virkja- virkja.is. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!