Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
73. Að finna taktinn. Sóley Kristjánsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Sóleyju Kristjánsdóttur uppistandara, markþjálfa og stjórnendaþjálfa um mannlega hegðun, húmor, venjur, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna, gæfuspor, sjálfsmildi, mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi eða sigla á móti straumnum.
Sóley segist stundum fá þráhyggjur fyrir hlutum og fara þá all-in í að grúska um það málefni í smá tíma. Það gerði hún varðandi Breytingaskeið kvenna og byrjaði með hlaðvarpið Að finna taktinn vegna þess að hún skildi ekki afhverju það var svona lítið rætt um þetta tímabil í lífi allra kvenna.
Í spjallinu ræða þær stöllur einnig um það lífsskeið, áhrif þess á heilsu kvenna, hvers vegna umræðan virðist vera tabú og hvernig einkenni breytingarskeiðs eru oft ranglega greind sem þunglyndi, kvíði eða annað.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Kíktu á Appdagatalið! Ný tilboð daglega.
Spíruna- Bókaðu jólahlaðborð 7. eða 14.des á spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur desember eru Bio Kult & Digest Gold. Komdu meltingunni og þarmaflórunni í gott stand.
Nýr samstarfsaðili hlaðvarpsins er Virkja- virkja.is sem er markþjálfunarskóli og er með það mottó að hjálpa fólki að Virkja það allra besta í sjálfum sér og öðrum. Þú getur bókað frítt 20 mín kynningarspjall á síðunni þeirra, þau taka vel á móti þér.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!