
Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
83. Lífsstílslækningar. Kjartan Hrafn og Tekla Hrund
Í þættinum ræðir Erla við hjónin og læknana, Kjartan Hrafn Loftsson og Teklu Hrund Karlsdóttur um Lífsstílslækningar, sex grunsstoðir heilsu, þróun í læknavísindum, samfélagssjúkdóma, ME-sjúkdóminn, blóðsykurstjórnun og fleira auk þess hversu áhrifaríkar lífsstílsbreytingar geta verið til að fyrirbyggja eða bæta ástand flestra langvinna sjúkdóma og auka lífsgæði.
Tekla og Kjartan eru stofnendur fyrirtækisins Sound Health og leggja sérstaka áherslu á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum
Þau stofnuðu hóp á Facebook, Félag lífstílslækninga á Íslandi þar sem allir áhugsamir eru velkominir.
Til þess að hlaðvarp eins og Með lífið í lúkunum geti vaxið og dafnað er mikilvægt að vera með góða stuðningsaðila á kantinum. Þessi þáttur er gerður í samstarfi við þessi dásamlegu fyrirtæki:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíran- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhillan- artasan.is. Heilsuvara mars er Digest Gold meltingarensím.
Virkja- virkja.is. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!