Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
63. Rekjum upp þræði skammarinnar. Sigríður Dögg Arnardóttir (Sigga Dögg)
Í þættinum ræðir Erla við Siggu Dögg kynfræðing um kynfræðslu, kærleika, mikilvægi samskipta í kynlífi og lífinu almennt, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd, væntingar og hvernig breytingarskeið kvenna er tækifæri til að losa sig við það sem þjónar manni ekki lengur.
Sigga Dögg hefur lagt mikinn metnað í að fræða unga sem aldna um kynlíf síðustu ár og áratugi. Undanfarin ár hefur hennar helsta starf verið kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum þar sem hún fræddi nemendur, kennara og foreldra. Sigga áttaði sig svo á því að kynfræðslu fyrir foreldra og fullorðið fólk væri mjög ábótavant og stofnaði því Betra Kynlíf ásamt Sævari manninum sínum. Á þeirri síðu eru yfir 300 fræðslumyndbönd og fyrirlestrar um fjölbreytt efni.
Sigga Dögg var svo yndisleg að gefa ykkur öllum glaðning! Allir hlustendur hlaðvarpsins fá frían mánuð á betrakynlif.is með kóðanum heilsuerla
Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó, Spíruna og Heilsuhilluna
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!