Með lífið í lúkunum

61. Það felst svo mikið frelsi í því að vera vel nærður. Lukka Pálsdóttir

HeilsuErla Season 2 Episode 61

Í þættinum ræða Lukka og Erla um breytingaskeiðið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsu, hormónaójafnvægi, alvarleika hreyfingaleysis, hvatberavirkni, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti að það er með lífi í lúkunum og margt fleira. 

Lukka er einn af stofendum og eigindum GreenFit og hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Auk tveggja háskólagráða hefur hún svalað sífelldum þekkingarþorsta á hinum ýmsu námskeiðum og ráðstefnum og hefur diplómanám að baki í Functional Blood Chemistry Analysis hjá Optimal Dx auk ýmissa þjálfararéttinda og jógakennaranáms. 

Lukka elskar hreyfingu af öllu tagi, helst úti í náttúrunni með góðu fólki. Hún er bæði hrifnæm og hvatvís og stundum þarf að stoppa hana af þegar hana langar að taka viðskiptavini með sér heim til að elda hollan mat handa þeim og tryggja góðan árangur. 

Lukka kom einnig í frábært viðtal fyrir skömmu með Sigurði Erni samstarfsmanni sínum sem ég hvet alla til þess að hlusta.

Samstarfsaðilar hlaðvarpsins eru Nettó, Spíran og Heilsuhillan.
Ég hvet þig til þess að sækja Samkaupa appið hér og byrja strax að spara. 


Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!