Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
58. ADHD og heilsa. Anna Tara Andrésdóttir
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Önnu Töru Andrésdóttur um ADHD, sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunaráráttu, kynjamun, gagnsemi lyfja, fordóma og áhrif ADHD á heilsu og öfugt.
Þær stöllur ræða einnig um áhrif hreyfingar, mataræðis og svefns á ADHD og áhrif kynþroskaskeiðs, meðgöngu og breytingaskeiðs á einkenni ADHD hjá konum.
Anna Tara er doktorsnemi við Háskólann í Barcelona með sérstaka áherslu á konur með ADHD. Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.
Að mati Önnu Töru ætti frekar að kalla þetta styrifærniröskun þar sem að ADHD snýst ekki bara um skort á athygli. Rætur þess eru oftar líffræðilegar en eiturefni í umhverfinu geta valdið ADHD.
Samfélagslegur kostaður vegna ómeðhöndlaðs ADHD er hár og afleiðingar ómeðhöndlaðs athyglisbrest geta verið mjög alvarlegar, t.d. félagsleg einangrun, meiri líkur á fíkn, kviða og þunglyndi og aukin slysahætta vegna áhættusækni ofl.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!