Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
57. Vertu listamaður í að lifa. Guðbjörn Gunnarsson
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Guðbjörn Gunnarsson sérlegan áhugamann um fólk, einkaþjálfara og markþjálfa um venjur, hegðun, þarfir, hvað það er að vera listamaður í að lifa, neðansjávardjúpmarkþjálfun, morgunsíður og hvernig við berum ábyrgð á eigin heilsu.
Guðbjörn hefur unnið með fólki í 21 ár og blandar nú saman á skemmtilegan hátt einkaþjálfun og markþjálfun með góðum árangri. Hann trúir því að það sem þú gefur er það sem þú færð og að þú getir ekki hlustað betur en þér líður. Hann segir að heilsa sé heimild sem virkar í báðar áttir. Það er því á okkar ábyrgð að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að huga að eigin heilsu og vellíðan.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!