Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
54. Hvað geymir líkaminn þinn? Sigríður Friðriksdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Friðriksdóttur eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð. Sigga er hjúkrunarfræðingur, búsett í Bandaríkjunum og starfar á heildrænni tannlæknastofu. Þar er hún með heilsu- og næringarþjálfun auk þess að gera alls konar mælingar á skjólstæðingum sínum, t.d. að taka og greina blóðprufur, skanna fyrir þungamálmum í líkamanum og fleira.
Sigga bendir á að góð munnheilsa/tannheilsa skiptir miklu máli fyrir alhliða heilsu og getur meira að segja minnkað líkur á hjarta og æðasjúkdómum.
Hún segir okkur einnig frá því hvernig líf í Bandaríkjunum er frábrugðið lífinu á Íslandi og kemur með mörg góð ráð til að bæta heilsu okkar bæði með mataræði og lífsstíl.
Ég minni á gjafaleikinn á Instagram þar sem þú getur unnið glæsilegan gjafapakka frá Heilsuhillunni og Heilsumarkþjálfun hjá mér. Vítamínin sem Sigga mælir með að taka fást öll í heilsuhillum Nettó.
Við Sigga kíktum svo auðvitað á Spíruna þegar hún var hérna á klakanum og hún var yfir sig hrifin að geta fengið svona góðan og næringarríkan mat á góðu verði í dásamlegu umhverfi.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!