Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
53. Þú vaknar ekki bara einn daginn með sykursýki 2. Lukka Pálsdóttir og Sigurður Örn Ragnarsson
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þættinum ræðir Erla við Lukku Pálsdóttur og Sigurð Örn Ragnarsson hjá Greenfit um heilsulæsi, forvarnir, ákjósanlegt matar- og hreyfiumhverfi, efnaskipti, insúlínviðnám, tískubylgjur í vinsældum orkuefna, þ.e. fitau, kolvetna og próteina og hvernig við hámörkum heilsu okkar.
Þau ræða einnig um hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að bæta lýðheilsu þjóðarinnar og hvernig við og samfélagið virðumst bara setja ,,plástra" á flest vandamál.
Sykursýki er samfélagslegt mein. Þú vaknar ekki bara einn daginn með sykursýki, þetta gerist yfir langan tíma, oft áratugi og unga fólkið okkar er í mun meiri áhættu á sykursýki 2 en eldri kynslóðir.
Við erum búin að normalísera óheilbrigða lifnaðarhætti og þurfum öll í samfélaginu að taka höndum saman og breyta þessu.
Lukka segir t.d. að það ætti að vera fæðingarréttur hvers barns að það fái holla og góða fæðu þangað til að það hefur vit og aldur til að taka ákvarðanir sjálft.
Lukka og Siggi starfa hjá Greenfit og markmið Greenfit er að bæta og efla heilsu fólks, auka lífsgæði, auka heilsulæsi og hjálpa einstaklingum að fá aðgengi að upplýsingum sem að þeirra mati eru lykilatriði til þess að valdefla fólk þannig að það geti tekið ábyrgð á heilsunni sinni.
Lukka hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis.
Siggi hefur yfirumsjón með efnaskipta- og álagsmælingum Greenfit. Hann sér einnig um úthaldsþjálfun og ráðgjöf ásamt því að semja fræðsluefni og halda fyrirlestra.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!