Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
64. Hvað þarftu ástin mín? Jóga, hugleiðsla og heilun eftir áföll. Ágústa Kolbrún Roberts
Í þætti vikunnar spjallar Erla við Ágústu Kolbrúnu Roberts jógakennara og heilara. Ágústa byrjaði sína andlegu vegferð snemma eftir að hafa verið á flótta frá erfiðri æsku. Þær stöllur ræða á einlæglega um það hvernig æskan hefur mótað hana, hvernig jóga tók yfir líf hennar, hugleiðslu, áföll, heilun og hvernig við þurfum að taka ábyrgð á okkur sjálfum.
Hún hefur stundað jóga í 28 ára og kennt fjölmörgum að kenna jóga. Ágústa er líka frábær listakona og er nú með listasýningu á Sólheimum um Sesselju stofnanda Sólheima.
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við Nettó, Spíruna og Heilsuhilluna.
Auk þess fær Ágústa glaðning frá Share á íslandi sem er japönsk Apríkósa og Pomelo grape, gerjað í 30 mánuði! 100% náttúrulegt og einstaklega gott fyrir meltinguna.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!