Með lífið í lúkunum

51. Ungbarnasund, þjófstart inn í framtíðina? Snorri Magnússon

Season 1 Episode 51

Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken

Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að njóta lífsins og vinna sig ekki í kaf.

Snorri er að eigin sögn karl sem kominn er á sjötugs aldur og er fæddur á Skaganum. Hann lærði að synda þegar hann var 9 ára og hefur verið kenndur við sundlaug síðan. Hann hefur bæði þjálfað, kennt og æft sund, er frumkvöðull í ungbarnasundi og hefur kennt það í 34 ár. Hann byrjaði með tvíburana sína og svo hefur þetta heldur betur undið upp á sig.

Aðalmarkmið með ungbarnasundi er ekki köfun eins og margir halda heldur er það tengslamyndun foreldra og barns, aðlögun að vatni, jafnvægi, eftirtekt og athygli, samhæfing augna og handa og hljóðfall, söngur og gleði.

Fyrstu 2-3 æviárin eru líklega þau mikilvægustu í þróun barns, bæði varðandi tengslamyndun og hreyfiþörf.  Foreldrar þurfa að búa til þannig umhverfi að börn fái útrás fyrir hreyfiþörf sína. Sundlaug er kjörinn vettvangur til þess að hjálpa börnum að þroskast, hvort sem það er líkamlega, andlega eða félagslega þar sem að umhverfið er örvandi og ögrandi en um leið öruggt. 
 
Snorri ítrekar hversu mikilvæg tengslamyndun er í þróun barnsins og hún á sér fyrst og fremst stað í gegnum snertingu en einnig með augnsambandi og tali. Ef illa tekst til með tengslamyndun þá getur það haft áhrif á okkur á fullorðins árum. 


Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!