Með lífið í lúkunum

47. Hvað er Histamín óþol? Katrín Sigurðardóttir

Season 1 Episode 47

Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðing og heilsumarkþjálfa um Histamín óþol og hvernig við getum haft áhrif á það með mataræði okkar og lífstíl. Farið er yfir helstu birtingamyndir óþolsins, hlutverk þarmaflórunnar, áhrif myglu, áhrif streitu og hvað er tl ráða. 

Katrín með Master í heilbrigðisvísindum og "Board certified Health and Wellness Coach" og aðstoðar fólk með margvísleg vandamál að bæta heilsu sína. Hún er að eigin sögn miðaldra hjúkrunarfræðingur úr Kópavoginum sem strarfar nú í draumastarfi sínu á heilsugæslunni í efra Breiðholti við lífstílsmóttöku og sykursýkiseftirliti. Hún sinnir einnig Heilsumarkþjálfun í gegnum síðuna sína Heilsuvarðan.is.

Hefur þú einhvern tíman verið með alls konar einkenni en ekki fengið svör við því hvað er að angra þig eða ekki fundið rót vandans? Þá gæti mögulega kveiknað á einhverjum ,,ljósaperum" við hlustun þessa þáttar. 

Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!