Með lífið í lúkunum

40. Heilsan er hinn sanni auður. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason

Season 1 Episode 40

Í þættinum ræðir Erla við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmann hennar Björn Skúlason um mikilvægi þess að huga vel að heilsu okkar, bæði andlegri og líkamlegri, hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttavita, mikilvægi þess að vera í tengslum við okkur sjálf, hvernig það er að hugsa um heilsuna í annasömu starfi, hvernig forsetaembættið getur beitt sér fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar og margt fleira.

Þessi dásamlegu hjón sem hafa verið saman í 25 ár og gift í 20 ár eru svo miklar fyrirmyndir á mörgum sviðum og ræða hér á einlægum nótum um það hvernig þau hugsa um hjónaheilsuna sína. Þau eru samstíga, eru góðir vinir og leyfa hvort öðru að vaxa og blómstra.

Björn er að eigin sögn strákur úr Grindavík. Hann er heilsukokkur og mikill íþróttamaður. Hann sinnir líkamlegu heilsu sinni einstaklega vel, hreyfir sig mikið og hefur prófað sig áfram með hvaða mataræði hentar sér best. Hann uppgötvaði á eigin skinni að kollagen gerði kraftaverk fyrir gömlu íþróttaeymslin og stofnaði í kjölfarið fyrirtækið Just Björn. Heilsa fyrir Björn er jafnvægi og hann trúir því að þetta byrji allt í eldhúsinu. 
 
Halla er frumkvöðull og rekstrarhagfræðingur með meistaragráðu og hóf starfsferil sinn í Bandaríkjunum hjá fyrirtækjunum Mars og Pepsi Cola. Hún segist hafa vaknað einn daginn við þörfina að finna ríkari tilgang í lífinu þegar hún fann að heilsa viðskiptalífsins og efnahagslífsins var ekki eins og best væri á kosið. Mögulega höfum við verið að stunda viðskipti og reka efnahagslífið á kostnað hvers sem er, t.d. á kostnað heilsu okkar, bæði andlegrar og líkamlegrar, kostnað náttúrunnar, kostnað samfélagssáttmálans ofl.

Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún stofnaði og leiddi meðal annars Opna háskólann og verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálfbærni, jafnrétti og ábyrgð í forystu

Leiðarljós Höllu hefur ávallt verið að reyna að gera gagn og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Hún uppgötvaði ekki fyrr en hún var orðin aðeins eldri að það þurfti að byrja innra með sér. Hennar tilgangur er að virkja eigið hugrekki og innri leiðtoga sinn og annarra til þess að gera gagn og ganga til góðs í sínu samfélagi þar sem kostur er.   

Sem frumkvöðull, sem foreldri og forsetaframbjóðandi þá hefur Halla verið að reyna að stækka skilgreininguna á árangri, þannig að hún feli í sér vellíðan og hamingju fyrir fólk og umhverfi og við leyfum ekki bara hlutunum að þróast áfram á grunni hagnaðar eða hagvaxtar eingöngu.

Heilsa fyrir Höllu er að líða vel í eigin skinni, leyfa öðrum að heyra sína rödd og sjá sig. Hún segir að heilsan sé hinn sanni auður og að allt sem skiptir okkur máli komi miklu meira úr hjartanu en höfðinu.

Fylgið Just Björn og Höllu á Instagram

_________________________________________________________________
Til þess að hlaðvarp eins og Með lífið í lúkunum geti vaxið og dafnað er nauðsynlegt að vera með góða stuðningsaðila á kantinum. Þessi þáttu er gerður í samstarfi við Nettó og Spíruna.

Nettó er einn af samstarfsaðilum hlaðvarpsins og ég get ekki lýst því hvað það er þægilegt að versla í appinu þeirra og fá sent heim að dyrum. Ég mæli með því fyrir önnum kafið fólk.

Spíran er án efa uppáhalds veitingastaðurinn minn. Maturinn er dásamlega góður, allur eldaður frá grunni og af mikilli ást. Ég mæli með að þú kíkir á

Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!