Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
35. Flugheilsa. Jóna Björg Jónsdóttir
Áhugaverður þáttur fyrir þá sem ferðast mikið eða þau sem starfa í háloftunum.
ATH. Ég biðst velvirðingar á smá hljóðtruflunum í upphafi þáttar.
Í þættinum ræðir Erla við Jónu Björgu Jónsdóttur hjúkrunarfæðing, flugfreyju og verkefnastjóra heilbrigðismála hjá Icelandair um hvað farþegar þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög og hvernig áhafnarmeðlimir, þ.e. flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn geta hugsað sem best um heilsu sína í þessu krefjandi starfi með óreglulegum vinnutíma.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!