Með lífið í lúkunum

#34. Hvað er heilaheilsa? Ólína G. Viðarsdóttir

February 23, 2024 Season 1 Episode 34
#34. Hvað er heilaheilsa? Ólína G. Viðarsdóttir
Með lífið í lúkunum
More Info
Með lífið í lúkunum
#34. Hvað er heilaheilsa? Ólína G. Viðarsdóttir
Feb 23, 2024 Season 1 Episode 34
Þátturinn er gerður í samstarfi við Bandvefslosun. Bandvefslosun býður upp á lokuð námskeið, kennaranámskeið, einkatíma og dásamlega nuddbolta í mörgum stærðum og gerðum. Fylgið Bandvefslosun á Instagram fyrir hvatningu og frekari upplýsingar.

Í þættinum ræðir Erla við Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfærðing, doktor í líf- og læknavísindum og fyrrverandi atvinnukonu í knattspyrnu um heilaheilsu, höfuðhögg og heilahristing, hugrænt þrot, hvernig hægt er að bæta hugræna og vitræna ferla með þjálfun og hvernig við gefum heilanum tækifæri til að hvílast og byggjast upp.

Ólína er stofnandi og framkvæmdastjóri Heilaheilsu. Ólína sinnir sérhæfðu mati og meðferð við einkennum heilahristings og hugræns vanda.

Heilinn er stjórnstöð líkamans og tilgangur hans er að samhæfa hormónakerfið, hjarta- og æðakerfið, taugakefið, sjónkerfið og passa að öll þessi kerfi tali vel saman. Þegar stjórnstöðin verður fyrir áverka eins og heilahristing þá kemur oft truflun í önnur kerfi, t.d. ofurnæmt taugakerfi, krónísk bólgumyndun, truflun á sjón ofl.

Í miðju doktorsnámi sínu fékk Ólína sjálf nokkra heilahristinga. Hún upplifði þá á eigin skinni hvernig það er að missa niður hugarstarfið. Hún fór í veikindaleyfi frá vinnu og í endurhæfingu. Hún fann að það var lítið í boði fyrir fólk í þessari stöðu og fann þörf fyrir því að mæta þessum hópi. Þá stofnaði hún fyrirtækið Heilaheilsu.

En hvað er heilaheilsa? Heilaheilsa er það að viðhalda góðu hugarstarfi og hugsa vel um þetta öfluga líffæri og gera það sem við getum til þess að hafa það sem sterkast út lífið.  Heilaheilsa er lífstíðarverkefni, alveg eins og líkamleg heilsa. Það er ekki þannig að við komum okkur einu sinni í gott form og erum svo bara þannig bendir Ólína réttilega á. 
 
Hreyfing hefur góð áhrif á heilaheilsu og það er mikilvægt að halda áfram að skora á heilann alla ævi. Til þess að auka líkur á góðri heilaheilsu mælir Ólína með því að hreyfa þig reglulega, draga úr skaðlegum bólguvöldum, vera í góðum tengslum við fólkið þitt, hafa tilgang og skora á heilann en ekki ,,overloada". 

Streita og það að við erum alltaf að gera marga hlut í einu er það sem er að koma okkur í hugrænt þrot. Við fáum ekki almennilega ,,heilahvíld”, þ.e. tíma þar sem heilinn er ekki að taka inn nýjar upplýsingar, þá getur verið gott að t.d. að leggja kapal, púsla, horfa út um gluggann, leyfa huganum að reika, hugleiða og svo framvegis.

Ef þig langar að fræðast meira um heilaheilsu þá mælir Ólína með þessum bókum: 

  • Keep Sharp eftir Sanjay Gupta
  • 7 and a half lessons about the brain eftir Lisa Feldman Barrett
  • Super brain eftir Rudolph E. Tanzi

Áhugasamir geta fylgst með Heilaheilsa á Instagram




Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

Show Notes
Þátturinn er gerður í samstarfi við Bandvefslosun. Bandvefslosun býður upp á lokuð námskeið, kennaranámskeið, einkatíma og dásamlega nuddbolta í mörgum stærðum og gerðum. Fylgið Bandvefslosun á Instagram fyrir hvatningu og frekari upplýsingar.

Í þættinum ræðir Erla við Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfærðing, doktor í líf- og læknavísindum og fyrrverandi atvinnukonu í knattspyrnu um heilaheilsu, höfuðhögg og heilahristing, hugrænt þrot, hvernig hægt er að bæta hugræna og vitræna ferla með þjálfun og hvernig við gefum heilanum tækifæri til að hvílast og byggjast upp.

Ólína er stofnandi og framkvæmdastjóri Heilaheilsu. Ólína sinnir sérhæfðu mati og meðferð við einkennum heilahristings og hugræns vanda.

Heilinn er stjórnstöð líkamans og tilgangur hans er að samhæfa hormónakerfið, hjarta- og æðakerfið, taugakefið, sjónkerfið og passa að öll þessi kerfi tali vel saman. Þegar stjórnstöðin verður fyrir áverka eins og heilahristing þá kemur oft truflun í önnur kerfi, t.d. ofurnæmt taugakerfi, krónísk bólgumyndun, truflun á sjón ofl.

Í miðju doktorsnámi sínu fékk Ólína sjálf nokkra heilahristinga. Hún upplifði þá á eigin skinni hvernig það er að missa niður hugarstarfið. Hún fór í veikindaleyfi frá vinnu og í endurhæfingu. Hún fann að það var lítið í boði fyrir fólk í þessari stöðu og fann þörf fyrir því að mæta þessum hópi. Þá stofnaði hún fyrirtækið Heilaheilsu.

En hvað er heilaheilsa? Heilaheilsa er það að viðhalda góðu hugarstarfi og hugsa vel um þetta öfluga líffæri og gera það sem við getum til þess að hafa það sem sterkast út lífið.  Heilaheilsa er lífstíðarverkefni, alveg eins og líkamleg heilsa. Það er ekki þannig að við komum okkur einu sinni í gott form og erum svo bara þannig bendir Ólína réttilega á. 
 
Hreyfing hefur góð áhrif á heilaheilsu og það er mikilvægt að halda áfram að skora á heilann alla ævi. Til þess að auka líkur á góðri heilaheilsu mælir Ólína með því að hreyfa þig reglulega, draga úr skaðlegum bólguvöldum, vera í góðum tengslum við fólkið þitt, hafa tilgang og skora á heilann en ekki ,,overloada". 

Streita og það að við erum alltaf að gera marga hlut í einu er það sem er að koma okkur í hugrænt þrot. Við fáum ekki almennilega ,,heilahvíld”, þ.e. tíma þar sem heilinn er ekki að taka inn nýjar upplýsingar, þá getur verið gott að t.d. að leggja kapal, púsla, horfa út um gluggann, leyfa huganum að reika, hugleiða og svo framvegis.

Ef þig langar að fræðast meira um heilaheilsu þá mælir Ólína með þessum bókum: 

  • Keep Sharp eftir Sanjay Gupta
  • 7 and a half lessons about the brain eftir Lisa Feldman Barrett
  • Super brain eftir Rudolph E. Tanzi

Áhugasamir geta fylgst með Heilaheilsa á Instagram




Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!